Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 11:58 Strákarnir á blaðamannafundinum sem nú fer fram. vísir/ap Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36
Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58