Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 15:46 Leit að Aleshu MacPhail stóð yfir í tvo og hálfan tíma áður en hún fannst látin í hótelrústum. Facebook/Angela King Sex ára skosk stúlka, Alesha MacPhail, fannst látin í rústum gistiheimilis á eyjunni Bute við vesturströnd Skotlands í gærmorgun. Yfirkennari Chapelside-barnaskólans, sem MacPhail gekk í, minntist nemanda síns með hlýju í dag. Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. Lík hennar fannst tveimur og hálfum klukkutíma eftir að lögreglu á Bute var tilkynnt um hvarfið. Eins og áður sagði er fundarstaðurinn gamlar hótelrústir í skóglendi í um tuttugu mínútna fjarlægð frá húsi föðurforeldra hennar, þar sem hún dvaldi ásamt föður sínum. Samkvæmt frétt BBC rannsakar lögregla andlát MacPhail sem „óútskýrt atvik“ og biðlar til allra sem kynnu að búa yfir upplýsingum um málið að gefa sig fram. Fjölmennur hópur lögreglumanna er staddur á eyjunni við rannsókn málsins. MacPhail gekk í Chapelside-barnaskólann í skoska bænum Airdrie en hún virðist hafa búið í bænum ásamt móður sinni. Yfirkennari skólans, Wendie Davie, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem minntist stúlkunnar með mikilli hlýju. „Hún elskaði að vera í skólanum og þótti gaman að lesa og skrifa. Hún var mikill fullkomnunarsinni þegar kom að handskrift og var mjög stolt af verkum sínum.“ Þá sagði Davie að MacPhail hefði verið vinaleg og tillitsöm. Hún hafi átt marga félaga í skólanum, enda brosmild og hamingjusöm ung stúlka. Íbúar á eyjunni Bute hafa einnig vottað fjölskyldu MacPhail samúð sína. Margir hafa skilið eftir blóm og skilaboð við heimili fjölskyldunnar til minningar um stúlkuna. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Sex ára skosk stúlka, Alesha MacPhail, fannst látin í rústum gistiheimilis á eyjunni Bute við vesturströnd Skotlands í gærmorgun. Yfirkennari Chapelside-barnaskólans, sem MacPhail gekk í, minntist nemanda síns með hlýju í dag. Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. Lík hennar fannst tveimur og hálfum klukkutíma eftir að lögreglu á Bute var tilkynnt um hvarfið. Eins og áður sagði er fundarstaðurinn gamlar hótelrústir í skóglendi í um tuttugu mínútna fjarlægð frá húsi föðurforeldra hennar, þar sem hún dvaldi ásamt föður sínum. Samkvæmt frétt BBC rannsakar lögregla andlát MacPhail sem „óútskýrt atvik“ og biðlar til allra sem kynnu að búa yfir upplýsingum um málið að gefa sig fram. Fjölmennur hópur lögreglumanna er staddur á eyjunni við rannsókn málsins. MacPhail gekk í Chapelside-barnaskólann í skoska bænum Airdrie en hún virðist hafa búið í bænum ásamt móður sinni. Yfirkennari skólans, Wendie Davie, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem minntist stúlkunnar með mikilli hlýju. „Hún elskaði að vera í skólanum og þótti gaman að lesa og skrifa. Hún var mikill fullkomnunarsinni þegar kom að handskrift og var mjög stolt af verkum sínum.“ Þá sagði Davie að MacPhail hefði verið vinaleg og tillitsöm. Hún hafi átt marga félaga í skólanum, enda brosmild og hamingjusöm ung stúlka. Íbúar á eyjunni Bute hafa einnig vottað fjölskyldu MacPhail samúð sína. Margir hafa skilið eftir blóm og skilaboð við heimili fjölskyldunnar til minningar um stúlkuna.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira