Norski flökkukötturinn loksins kominn heim til sín Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 19:30 Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin. Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin.
Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18
Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45