Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2018 19:45 Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen. Dýr Norðurlönd Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira