Erlent

38 látnir vegna úrhellisrigningar í Japan

Bergþór Másson skrifar
Húsþök í Kurashiki, Japan eftir úrhellisrigningu á svæðinu.
Húsþök í Kurashiki, Japan eftir úrhellisrigningu á svæðinu. Vísir/Getty
Að minnsta kosti 38 eru látnir vegna flóða og skriðufalla í vesturhluta Japan. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu undanfarna daga og 1,5 milljón manns hefur yfirgefið heimili sín.

Eins og Vísir greindi frá voru íbúðahús í vestanverðu og miðju Japan rýmd vegna flóða- og skriðuhættu í úrhellisrigningu í gær.

Veðurstofa Japan hefur lýst yfir hæsta mögulega viðvörunarstigi vegna rigningarinnar sem er sögð söguleg.

Talið er að einhver fórnarlömb hafi grafist undir skriðum og látist þar.

Stjórnvöld hafa skipað 1,5 milljón manns að yfirgefa heimili sín og ráðlagt um það bil þremur milljónum til viðbótar að gera slíkt hið sama.

Þúsundir lögreglumanna, slökkviliðsmanna og hermanna vinna að leitar- og björgunaraðgerðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×