Enski boltinn

Fótboltinn kemur heim vinsælasta lagið á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Englands bíða eftir miðvikudeginum.
Stuðningsmenn Englands bíða eftir miðvikudeginum. vísir/getty

Stuðningsmannalag enska landsliðsins, Three lions, er komið á toppið á vinsældarlistann í England þrátt fyrir að vera 22 ára gamalt.

Lagið er oft nefnt fótboltaþjóðsöngur Englendinga, lagið eftir grínistana David Baddiel og Frank Skinner, hefur verið spilað mikið enda Englendingar komnir í undanúrslitin á HM. Í laginu er talað um hið fræga að fótboltinn sé að koma heim.

Það hefur verið spilað það mikið í Englandi að það er komið á toppinn á vinsældarlistanum þar í landi og Marvin Humes, útvarpsmaður á The Official Vodafone var í skýjunum í þætti sínum í dag:

„Þvílíkur dagur! Three lions er númer eitt. Strákarnir okkar í Rússlandi eru að gera okkur svo stolt. Þjóðin hefur sameinast og vonandi er þetta bara byrjunin á fagnaðarlátunum,” sagði Marvin.

Eftir sigur gegn Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum fylgdu Englendingar því eftir með 2-0 sigri á Svíþjóð. Í þessari viku fór lagið upp um 32 sæti!

Hér að neðan má heyra þetta frábæra lag sem virðist heldur betur koma Englendingum í gírinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.