Erlent

Fleiri finnast látnir í Japan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mikill mannskaði hefur orðið í rigningunum í Japan.
Mikill mannskaði hefur orðið í rigningunum í Japan. VÍSIR/AP
Að minnsta kosti hundrað eru látnir í gríðarmiklum flóðum í Japan sem hófust fyrir helgi. Flóðin koma í kjölfarið á rigningum sem hafa slegið öll met í landinu.

Rúmlega fimmtíu er enn saknað en frá því á fimmtudag hefur, í vesturhluta landsins, rignt þrisvar sinnum meira en venjulega gerir allan júlímánuð. Shinzo Abe forsætisráðherra hefur sagt að björgunarlið séu í kappi við tímann en vatn flæðir nú um götur fjölmargra borga, bæja og þorpa í landinu.

Tveimur milljónum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir að ár hafa flætt yfir bakka sína. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi og vatnið hefur tekið að sjatna þannig að unnt verður að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti. Tæplega 50 þúsund manns hafa tekið þátt í leitinni að týndu fólki og við að bjarga þeim sem þurfa á hjálp að halda.

Flest dauðsföllin hafa orðið í Hiroshima héraði. Þá er ástandið einnig slæmt í Kýótó. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×