Enski boltinn

Southampton að ganga frá kaupum á dönskum varnarmanni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vestergaard var í danska hópnum á HM en kom ekkert við sögu
Vestergaard var í danska hópnum á HM en kom ekkert við sögu vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur náð samkomulagi við þýska úrvalsdeildarliðið Borussia Mönchengladbach um kaup á varnarmanninum Jannik Vestergaard eftir því sem heimildir SkySports herma.

Southampton gerði 18 milljón punda tilboð í þennan stóra og stæðilega Dana eftir að þátttöku hans á HM í Rússlandi lauk. Það hefur nú verið samþykkt og er reiknað með að hann semji við Dýrlingana í vikunni.

Vestergaard er 2 metrar á hæð og hefur leikið í þýsku Bundesligunni allan sinn meistaraflokksferil þar sem hann hefur spilað með Hoffenheim, Werder Bremen og Borussia Mönchengladbach eftir að hafa alist upp hjá Bröndby í heimalandinu.

Southampton var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en Mark Hughes tók við stjórnartaumunum hjá liðinu um miðjan mars og tókst að stýra því frá falli. Hann var svo verðlaunaður með þriggja ára samning þegar tímabilinu lauk.

Ef kaupin ganga í gegn verður Vestergaard annar Norðurlandabúinn sem Hughes kaupir til Southampton því liðið festi kaup á norska sóknarmanninum Mohamed Elyounoussi á dögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.