Erlent

Lokar ítölskum höfnum fyrir bátum frjálsra félagasamtaka

Bergþór Másson skrifar
Matteo Salvini á blaðamannafundi í Róm.
Matteo Salvini á blaðamannafundi í Róm. Vísir/Getty

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, segir að innflytjendum sem bjargað er af bátum frjálsra félagasamtaka verði ekki hleypt inn í landið.

Eins og Vísir fjallaði um funduðu leiðtogar Evrópusambandsins um framtíðarskipulag flóttmannamála í álfunni í fyrradag.

Þar var meðal annars rætt að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.

Á fundinum hótuðu fulltrúar Ítalíu að fella allar tillögur sem kæmu upp á fundinum ef þeir fengu ekki aðstoð með flóttamannavanda ríki síns.

Í dag deildi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir þá sem standa að skipulögðum fólksflutningum frá Afríku harðlega. „Stoppum mansalsmafíuna: því færri sem fara, því færri deyja“ segir hann og notar myllumerkið #lokumhöfnunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.