Kannabis lögleitt í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Kanada fetar í fótspor Úrúgvæ. Vísir/Getty Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018 Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018
Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32