Kannabis lögleitt í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Kanada fetar í fótspor Úrúgvæ. Vísir/Getty Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018 Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018
Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32