Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júní 2018 09:00 Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands. Vísir/Getty Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30
Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30