Hvítur „hræsnari“ sakaður um kynþáttafordóma í garð átta ára vatnssölukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:55 Úr myndbandinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. Viðbrögð Ettel, sem hefur verið uppnefnd Permit-Patty, hafa vakið hörð viðbrögð netverja. Skjáskot/Twitter Bandarísk kona að nafni Alison Ettel hefur vakið mikla reiði notenda á samfélagsmiðlum eftir að myndbandi, þar sem hún virðist tilkynna vatnssölu átta ára gamallar svartrar stúlku til lögreglu, var deilt á netinu. Í myndbandinu, sem ættingjar stúlkunnar deildu á bæði Twitter og Instagram, sést Ettel tala í símann. Samkvæmt frétt á vef Mashable er móðir stúlkunnar á bak við myndavélina og lýsir hún meintri atburðarás sem á undan var gengin. „Þessi kona vill ekki að lítil stúlka selji vatn. Hún er að hringja á lögregluna vegna átta ára stúlku. Þú getur falið þig eins og þú vilt en allur heimurinn mun sjá þig, elskan,“ heyrist móðirin segja.So my little cousin was selling water and didn't have a permit so this lady decided to call the cops on an 8 year old. #PermitPatty pic.twitter.com/SiL61pnAgl— Raj (@_ethiopiangold) June 23, 2018 Þá svarar Ettel því til að stúlkan hafi staðið að ólöglegri vatnssölu án tilskilins leyfis frá yfirvöldum í San Fransisco í Kaliforníu, þar sem málið kom upp. Þar eð umrædd stúlka er svört og Ettel hvít hefur atvikið verið sett í samhengi við fordóma og kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Framkoma Ettel hefur jafnframt orðið umfjöllunarefni stjarnanna á Twitter, þar á meðal söngkonunnar Gabrielle Union og leikkonunnar Debru Messing, sem gagnrýna Ettel harðlega.IIIIIIIII. CANNOT. Ma'am? MA'AM?!?! This woman asks to speak to somebody's manager on the daily. She permanently wears folks OUT https://t.co/2VXtHDBW5N— Gabrielle Union (@itsgabrielleu) June 23, 2018 No Alison, you are not being discriminated against you are being judged as a racist for your choice. https://t.co/hXkf0U25V3— Debra Messing (@DebraMessing) June 24, 2018 Málið hefur einkum vakið athygli fyrir meinta hræsni Ettel en hún rekur fyrirtæki sem framleiðir kannabisvörur fyrir bæði menn og dýr. Kannabisvörur ætlaðar dýrum eru á nokkuð gráu svæði innan alríkislagarammans í Bandaríkjunum, samkvæmt úttekt SF Gate, og því er mögulegt að Ettel sjálf hafi ekki fengið leyfi fyrir starfsemi sinni. Þá hefur töluverður fjöldi verslana sem selja kannabisvörur lýst því yfir að þær hyggi ekki á frekara samstarf með Ettel. Ettel veitti Huffington Post viðtal vegna atviksins. Hún sagði skerandi há öskur stúlkunnar, í þeim tilgangi að selja vatn, hafa komið svo illa við sig að hún ákvað að hringja á lögreglu. Ettel sagðist þó að endingu aðeins hafa þóst ræða við lögreglu í síma og bætti við að hún sæi eftir hegðun sinni. Þá hefur málum lyktað farsællega, a.m.k. af hálfu vatnssölukonunnar ungu, en hugulsamur netverji keypti handa henni fjóra aðgöngumiða í skemmtigarðinn Disneyland. Ferð í Disneyland var einmitt tilefni sölunnar en stúlkan hugðist safna sér fyrir miða í garðinn.A white woman called the police on this girl for selling water. Someone found out that she was selling bottles of water to go to Disneyland so that someone decided to buy her 4 tickets pic.twitter.com/fAFfGNnWAu— Brother Tyrone X (@tyrone345345) June 24, 2018 Bandaríkin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Bandarísk kona að nafni Alison Ettel hefur vakið mikla reiði notenda á samfélagsmiðlum eftir að myndbandi, þar sem hún virðist tilkynna vatnssölu átta ára gamallar svartrar stúlku til lögreglu, var deilt á netinu. Í myndbandinu, sem ættingjar stúlkunnar deildu á bæði Twitter og Instagram, sést Ettel tala í símann. Samkvæmt frétt á vef Mashable er móðir stúlkunnar á bak við myndavélina og lýsir hún meintri atburðarás sem á undan var gengin. „Þessi kona vill ekki að lítil stúlka selji vatn. Hún er að hringja á lögregluna vegna átta ára stúlku. Þú getur falið þig eins og þú vilt en allur heimurinn mun sjá þig, elskan,“ heyrist móðirin segja.So my little cousin was selling water and didn't have a permit so this lady decided to call the cops on an 8 year old. #PermitPatty pic.twitter.com/SiL61pnAgl— Raj (@_ethiopiangold) June 23, 2018 Þá svarar Ettel því til að stúlkan hafi staðið að ólöglegri vatnssölu án tilskilins leyfis frá yfirvöldum í San Fransisco í Kaliforníu, þar sem málið kom upp. Þar eð umrædd stúlka er svört og Ettel hvít hefur atvikið verið sett í samhengi við fordóma og kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Framkoma Ettel hefur jafnframt orðið umfjöllunarefni stjarnanna á Twitter, þar á meðal söngkonunnar Gabrielle Union og leikkonunnar Debru Messing, sem gagnrýna Ettel harðlega.IIIIIIIII. CANNOT. Ma'am? MA'AM?!?! This woman asks to speak to somebody's manager on the daily. She permanently wears folks OUT https://t.co/2VXtHDBW5N— Gabrielle Union (@itsgabrielleu) June 23, 2018 No Alison, you are not being discriminated against you are being judged as a racist for your choice. https://t.co/hXkf0U25V3— Debra Messing (@DebraMessing) June 24, 2018 Málið hefur einkum vakið athygli fyrir meinta hræsni Ettel en hún rekur fyrirtæki sem framleiðir kannabisvörur fyrir bæði menn og dýr. Kannabisvörur ætlaðar dýrum eru á nokkuð gráu svæði innan alríkislagarammans í Bandaríkjunum, samkvæmt úttekt SF Gate, og því er mögulegt að Ettel sjálf hafi ekki fengið leyfi fyrir starfsemi sinni. Þá hefur töluverður fjöldi verslana sem selja kannabisvörur lýst því yfir að þær hyggi ekki á frekara samstarf með Ettel. Ettel veitti Huffington Post viðtal vegna atviksins. Hún sagði skerandi há öskur stúlkunnar, í þeim tilgangi að selja vatn, hafa komið svo illa við sig að hún ákvað að hringja á lögreglu. Ettel sagðist þó að endingu aðeins hafa þóst ræða við lögreglu í síma og bætti við að hún sæi eftir hegðun sinni. Þá hefur málum lyktað farsællega, a.m.k. af hálfu vatnssölukonunnar ungu, en hugulsamur netverji keypti handa henni fjóra aðgöngumiða í skemmtigarðinn Disneyland. Ferð í Disneyland var einmitt tilefni sölunnar en stúlkan hugðist safna sér fyrir miða í garðinn.A white woman called the police on this girl for selling water. Someone found out that she was selling bottles of water to go to Disneyland so that someone decided to buy her 4 tickets pic.twitter.com/fAFfGNnWAu— Brother Tyrone X (@tyrone345345) June 24, 2018
Bandaríkin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent