Hvítur „hræsnari“ sakaður um kynþáttafordóma í garð átta ára vatnssölukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:55 Úr myndbandinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. Viðbrögð Ettel, sem hefur verið uppnefnd Permit-Patty, hafa vakið hörð viðbrögð netverja. Skjáskot/Twitter Bandarísk kona að nafni Alison Ettel hefur vakið mikla reiði notenda á samfélagsmiðlum eftir að myndbandi, þar sem hún virðist tilkynna vatnssölu átta ára gamallar svartrar stúlku til lögreglu, var deilt á netinu. Í myndbandinu, sem ættingjar stúlkunnar deildu á bæði Twitter og Instagram, sést Ettel tala í símann. Samkvæmt frétt á vef Mashable er móðir stúlkunnar á bak við myndavélina og lýsir hún meintri atburðarás sem á undan var gengin. „Þessi kona vill ekki að lítil stúlka selji vatn. Hún er að hringja á lögregluna vegna átta ára stúlku. Þú getur falið þig eins og þú vilt en allur heimurinn mun sjá þig, elskan,“ heyrist móðirin segja.So my little cousin was selling water and didn't have a permit so this lady decided to call the cops on an 8 year old. #PermitPatty pic.twitter.com/SiL61pnAgl— Raj (@_ethiopiangold) June 23, 2018 Þá svarar Ettel því til að stúlkan hafi staðið að ólöglegri vatnssölu án tilskilins leyfis frá yfirvöldum í San Fransisco í Kaliforníu, þar sem málið kom upp. Þar eð umrædd stúlka er svört og Ettel hvít hefur atvikið verið sett í samhengi við fordóma og kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Framkoma Ettel hefur jafnframt orðið umfjöllunarefni stjarnanna á Twitter, þar á meðal söngkonunnar Gabrielle Union og leikkonunnar Debru Messing, sem gagnrýna Ettel harðlega.IIIIIIIII. CANNOT. Ma'am? MA'AM?!?! This woman asks to speak to somebody's manager on the daily. She permanently wears folks OUT https://t.co/2VXtHDBW5N— Gabrielle Union (@itsgabrielleu) June 23, 2018 No Alison, you are not being discriminated against you are being judged as a racist for your choice. https://t.co/hXkf0U25V3— Debra Messing (@DebraMessing) June 24, 2018 Málið hefur einkum vakið athygli fyrir meinta hræsni Ettel en hún rekur fyrirtæki sem framleiðir kannabisvörur fyrir bæði menn og dýr. Kannabisvörur ætlaðar dýrum eru á nokkuð gráu svæði innan alríkislagarammans í Bandaríkjunum, samkvæmt úttekt SF Gate, og því er mögulegt að Ettel sjálf hafi ekki fengið leyfi fyrir starfsemi sinni. Þá hefur töluverður fjöldi verslana sem selja kannabisvörur lýst því yfir að þær hyggi ekki á frekara samstarf með Ettel. Ettel veitti Huffington Post viðtal vegna atviksins. Hún sagði skerandi há öskur stúlkunnar, í þeim tilgangi að selja vatn, hafa komið svo illa við sig að hún ákvað að hringja á lögreglu. Ettel sagðist þó að endingu aðeins hafa þóst ræða við lögreglu í síma og bætti við að hún sæi eftir hegðun sinni. Þá hefur málum lyktað farsællega, a.m.k. af hálfu vatnssölukonunnar ungu, en hugulsamur netverji keypti handa henni fjóra aðgöngumiða í skemmtigarðinn Disneyland. Ferð í Disneyland var einmitt tilefni sölunnar en stúlkan hugðist safna sér fyrir miða í garðinn.A white woman called the police on this girl for selling water. Someone found out that she was selling bottles of water to go to Disneyland so that someone decided to buy her 4 tickets pic.twitter.com/fAFfGNnWAu— Brother Tyrone X (@tyrone345345) June 24, 2018 Bandaríkin Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Bandarísk kona að nafni Alison Ettel hefur vakið mikla reiði notenda á samfélagsmiðlum eftir að myndbandi, þar sem hún virðist tilkynna vatnssölu átta ára gamallar svartrar stúlku til lögreglu, var deilt á netinu. Í myndbandinu, sem ættingjar stúlkunnar deildu á bæði Twitter og Instagram, sést Ettel tala í símann. Samkvæmt frétt á vef Mashable er móðir stúlkunnar á bak við myndavélina og lýsir hún meintri atburðarás sem á undan var gengin. „Þessi kona vill ekki að lítil stúlka selji vatn. Hún er að hringja á lögregluna vegna átta ára stúlku. Þú getur falið þig eins og þú vilt en allur heimurinn mun sjá þig, elskan,“ heyrist móðirin segja.So my little cousin was selling water and didn't have a permit so this lady decided to call the cops on an 8 year old. #PermitPatty pic.twitter.com/SiL61pnAgl— Raj (@_ethiopiangold) June 23, 2018 Þá svarar Ettel því til að stúlkan hafi staðið að ólöglegri vatnssölu án tilskilins leyfis frá yfirvöldum í San Fransisco í Kaliforníu, þar sem málið kom upp. Þar eð umrædd stúlka er svört og Ettel hvít hefur atvikið verið sett í samhengi við fordóma og kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Framkoma Ettel hefur jafnframt orðið umfjöllunarefni stjarnanna á Twitter, þar á meðal söngkonunnar Gabrielle Union og leikkonunnar Debru Messing, sem gagnrýna Ettel harðlega.IIIIIIIII. CANNOT. Ma'am? MA'AM?!?! This woman asks to speak to somebody's manager on the daily. She permanently wears folks OUT https://t.co/2VXtHDBW5N— Gabrielle Union (@itsgabrielleu) June 23, 2018 No Alison, you are not being discriminated against you are being judged as a racist for your choice. https://t.co/hXkf0U25V3— Debra Messing (@DebraMessing) June 24, 2018 Málið hefur einkum vakið athygli fyrir meinta hræsni Ettel en hún rekur fyrirtæki sem framleiðir kannabisvörur fyrir bæði menn og dýr. Kannabisvörur ætlaðar dýrum eru á nokkuð gráu svæði innan alríkislagarammans í Bandaríkjunum, samkvæmt úttekt SF Gate, og því er mögulegt að Ettel sjálf hafi ekki fengið leyfi fyrir starfsemi sinni. Þá hefur töluverður fjöldi verslana sem selja kannabisvörur lýst því yfir að þær hyggi ekki á frekara samstarf með Ettel. Ettel veitti Huffington Post viðtal vegna atviksins. Hún sagði skerandi há öskur stúlkunnar, í þeim tilgangi að selja vatn, hafa komið svo illa við sig að hún ákvað að hringja á lögreglu. Ettel sagðist þó að endingu aðeins hafa þóst ræða við lögreglu í síma og bætti við að hún sæi eftir hegðun sinni. Þá hefur málum lyktað farsællega, a.m.k. af hálfu vatnssölukonunnar ungu, en hugulsamur netverji keypti handa henni fjóra aðgöngumiða í skemmtigarðinn Disneyland. Ferð í Disneyland var einmitt tilefni sölunnar en stúlkan hugðist safna sér fyrir miða í garðinn.A white woman called the police on this girl for selling water. Someone found out that she was selling bottles of water to go to Disneyland so that someone decided to buy her 4 tickets pic.twitter.com/fAFfGNnWAu— Brother Tyrone X (@tyrone345345) June 24, 2018
Bandaríkin Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“