Emil baðst afsökunar á markinu: „Held ég hafi ekki misst boltann fyrir utan þetta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júní 2018 21:46 Emil í leiknum í Rostov í kvöld vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45
Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37
Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti