Emil baðst afsökunar á markinu: „Held ég hafi ekki misst boltann fyrir utan þetta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júní 2018 21:46 Emil í leiknum í Rostov í kvöld vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45
Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37
Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09