Fótbolti

Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vilhelm
Heimir Hallgrímsson ætlar að halda sig við að taka tveggja vikna umhugsunarfrest um framtíð sína sem þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Hann segist ætla að gefa sér eina til tvær vikur í að hugsa málið en það hafi legið fyrir í nokkurn tíma og sé samkomulag við Knattspyrnusamband Íslands. „Ég vil ekki fara út í þetta,“ sagði Heimir en hélt áfram að svara spurningunni.

„Ég er svo stoltur í dag, ekki bara af strákunum en af samstarfsmönnunum, þjálfarateyminu, öllu starfsliði hjá KSÍ,“ sagði Eyjapeyinn. „Ég er í besta starfi í heimi.“

Heimir segist vera í mögnuðu sambandi við stuðningsmennina, íslenska fjölmiðla og heiðarleiki og nándin hafi verið meiri en áður milli landsliðsin og fjölmiðla.

„Þjálfari getur ekki verið í betra starfi en að þjálfara þetta íslenska landslið,“ sagði þjálfarinn.

„Ég ætla að gefa mér 1-2 vikur. Ég þarf smá afslöppun. Ég þarf að hugsa um þetta,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld.

„Ég ætla að setjast niður með KSÍ eftir viku til tíu daga. Ég ætla líka að tala fyrst við fjölskylduna.“

Heimir segir að vinna fyrir næstu skref landsliðsins sé löngu hafin. Það er byrjað að undirbúa leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni í haust.

„Það mun ekkert koma okkur á óvart. En við vildum alltaf taka okkur tvær vikur eftir HM og svo munum við skoða framhaldið.“




Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld

Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×