Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:00 Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum. Donald Trump NATO Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum.
Donald Trump NATO Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira