Erlent

Ræninginn dæmdur í 17 ára fangelsi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Chloe Ayling, tvítug fyrirsæta, var numin á brott í Mílanó og haldið í gíslingu í sex daga.
Chloe Ayling, tvítug fyrirsæta, var numin á brott í Mílanó og haldið í gíslingu í sex daga. Skjáskot/Instagram
Breska fyrirsætan Chloe Ayling, sem var rænt í fyrrasumar, er hæstánægð með nær 17 ára fangelsisdóm sem ræningi hennar hlaut í dag, að því er fram kemur í frétt BBC.

Ræninginn, Lukasz Herba, sagðist vera ljósmyndari og lokkaði Ayling til Mílanó með loforðum um myndatöku. Í stað þess að taka af henni myndir sprautaði hann hana með deyfilyfinu ketamín og rændi henni.

Ayling var handjárnuð í sex daga við kommóðu í svefnherbergi húss í bænum Borgial skammt frá Tórínó þar til henni var sleppt. Þá kom fram fyrir rétti að Herba hugðist selja Ayling á uppboði á netinu fyrir 230 þúsund pund eða um 31,5 milljónir íslenskra króna.

Sjá einnig: Annar maður handtekinn vegna mannráns bresku fyrirsætunnar Chloe Ayling

Í málsvörn Herba kom fram að hann hefði hitt Ayling einu sinni áður en hann rændi henni og í það skipti hefði hann orðið ástfanginn af henni. Þá sagði hann að mannránið og fjölmiðlaumfjöllunin í kringum það hefði átt að verka sem innspýting í fyrirsætuferil Ayling.

Herba var í dag dæmdur í 16 ára og 9 mánaða fangelsi fyrir mannrán og tilraun til fjárkúgunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×