Erlent

Samþykktu berbrjósta sundferðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Auglýsing fyrir atkvæðagreiðsluna.
Auglýsing fyrir atkvæðagreiðsluna.
Konur í smábæ nærri Barcelona kusu með því að leyfa berbrjósta sundferðir í bænum.

Bæjaryfirvöld í L'Ametlla del Vallès blésu til atkvæðagreiðslunnar eftir hávær mótmæli íbúanna. Þau má rekja til síðasta sumars þegar lögreglumenn skipuðu tveimur berbrjósta konum að hylja sig í einni af sundlaugum bæjarins.

Sambærilegt mál hefur komið upp á Íslandi. Ung stúlka sem hugðist svamla berbrjósta í sundlauginni á Akranesi í upphafi síðasta árs var vinsamlegast beðin um að fara í bikinítopp.

Sem fyrr segir leiddi skipun spænsku lögregluþjónanna til frumlegra mótmæla þar sem fólk af öllum kynjum klæddi sig í bikíní með gervigeirvörtum.

Niðurstöður kosninganna voru nokkuð afgerandi, 61% kusu með berbrjósta sundferðum en 39% á móti. Aðeins kvenkyns íbúar bæjarins sem höfðu náð 16 ára aldri máttu taka þátt í atkvæðagreiðslunni og alls bárust um 379 atkvæði.

L'Ametlla del Vallès er í um 35 kílómetra fjarlægð frá Barcelona. Þar búa um 8000 þúsund manns.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.