Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 14:16 Hörður segir að farið verði yfir stefnu sundlaugarinnar í þessu máli. Akranes.is Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar. Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar.
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira