Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 14:16 Hörður segir að farið verði yfir stefnu sundlaugarinnar í þessu máli. Akranes.is Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira