Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 12:36 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15