Rúrik: Vonbrigðin voru mikil en ég er þakklátur fyrir traustið Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 14. júní 2018 16:30 Rúrik Gíslason nýtur sín vel í hitanum. vísir/vilhelm Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur sín vel í sumri og sól eins og dagarnir eru í Gelendzikh þar sem að hitinn er nálægt 30 gráðum alla daga. Rúrik sleikir sólina með félögum sínum á sundlaugabakkanum á hóteli landsliðsins en þeir mega þó ekki vera þar allan daginn alla daga. „Ég hef hrikalega gaman að þessu. Ég er hrifinn af hita og svo er völlurinn eins og best verður á kosið. Þetta er bara æðislegt,“ segir Rúrik um aðstæður hér. „Við tökum kannski klukkutíma eða einn og hálfan í sólinni og slökum á en fyrir utan það er maður bara í meðferð hjá sjúkraþjálfurum. Svo horfum við á bíómyndir á kvöldin og drekkum kaffi saman og ræðum málin.“Rúrik Gíslason var í viðtölum í dag.vísir/vilhelmÞakklátur fyrir traustið Það er ákveðin listgrein að vera svona lengi á hóteli og hvað þá með heilum hópi manna sem þarf að umgangast hvorn annan allan daginn. „Ef maður væri að fara í fyrsta skipti á hótel í svona langan tíma væri það kannski erfitt en við erum orðnir vanir þessu. Ég er enn þá bara mjög ferskur og hrifinn af þessu,“ segir Rúrik. Rúrik var í raun ekki lengi að vinna sig aftur inn í íslenska hópinn eftir að hann var ekki valinn í EM-hópinn fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu undanfarin misseri og er líklegur til að gera góða hluti á HM. „Mig langar það mjög mikið. Ég er þakklátur fyrir það traust sem að Heimir hefur sýnt. Það var alltaf markmiðið að koma aftur inn í landsliðið. Það voru mikil vonbrigði að missa af Evrópumótinu en þá var það eina í stöðunni,“ segir Rúrik.Hitinn er mikill í Kabardinka.vísir/vilhelmTilbúinn í allt „Þá var það eina í stöðunni að bæta enn meiri vinnu við. Mér finnst eins og ég hafi bætt mig að einhverju leyti. Ég er allavega hér og ef að þeir vilja nýta mína krafta þá er ég klár í það.“ Vængmanninum öfluga langar mikið að fá tækifæri til að sýna sig á HM og reyna hjálpa liðinu að ná árangri. „Ef mann langar ekki að gera vel núna getur maður alveg eins hætt í fótbolta. Sviðið verður ekkert mikið stærra. Ég finn bara með áhuga og annað að það er rosalega auðvelt að hvetja sig áfram. Ég er tilbúinn til að gera allt til þess að gera eitthvað af viti hérna,“ segir Rúrik Gíslason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Arnór Ingvi: Fiðringurinn magnast með hverjum deginum Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. 14. júní 2018 09:30 Arnór Ingvi er með mömmu og pabba á handleggnum Arnór Ingvi Traustason skartar ansi voldugu húðflúri á vinstri handleggnum. Þar er meðal annars fjölskyldumynd af honum með foreldrum sínum. 14. júní 2018 13:15 Ari Freyr: Vill ljúka tíu ára eyðimerkurgöngu með skoti í Samúel 56 landsleikir en ekkert mark. 14. júní 2018 11:30 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00 Aron Einar sendir handboltastrákunum kveðju Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta fagnar enn einn janúarveislunni í handboltanum. 14. júní 2018 07:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur sín vel í sumri og sól eins og dagarnir eru í Gelendzikh þar sem að hitinn er nálægt 30 gráðum alla daga. Rúrik sleikir sólina með félögum sínum á sundlaugabakkanum á hóteli landsliðsins en þeir mega þó ekki vera þar allan daginn alla daga. „Ég hef hrikalega gaman að þessu. Ég er hrifinn af hita og svo er völlurinn eins og best verður á kosið. Þetta er bara æðislegt,“ segir Rúrik um aðstæður hér. „Við tökum kannski klukkutíma eða einn og hálfan í sólinni og slökum á en fyrir utan það er maður bara í meðferð hjá sjúkraþjálfurum. Svo horfum við á bíómyndir á kvöldin og drekkum kaffi saman og ræðum málin.“Rúrik Gíslason var í viðtölum í dag.vísir/vilhelmÞakklátur fyrir traustið Það er ákveðin listgrein að vera svona lengi á hóteli og hvað þá með heilum hópi manna sem þarf að umgangast hvorn annan allan daginn. „Ef maður væri að fara í fyrsta skipti á hótel í svona langan tíma væri það kannski erfitt en við erum orðnir vanir þessu. Ég er enn þá bara mjög ferskur og hrifinn af þessu,“ segir Rúrik. Rúrik var í raun ekki lengi að vinna sig aftur inn í íslenska hópinn eftir að hann var ekki valinn í EM-hópinn fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu undanfarin misseri og er líklegur til að gera góða hluti á HM. „Mig langar það mjög mikið. Ég er þakklátur fyrir það traust sem að Heimir hefur sýnt. Það var alltaf markmiðið að koma aftur inn í landsliðið. Það voru mikil vonbrigði að missa af Evrópumótinu en þá var það eina í stöðunni,“ segir Rúrik.Hitinn er mikill í Kabardinka.vísir/vilhelmTilbúinn í allt „Þá var það eina í stöðunni að bæta enn meiri vinnu við. Mér finnst eins og ég hafi bætt mig að einhverju leyti. Ég er allavega hér og ef að þeir vilja nýta mína krafta þá er ég klár í það.“ Vængmanninum öfluga langar mikið að fá tækifæri til að sýna sig á HM og reyna hjálpa liðinu að ná árangri. „Ef mann langar ekki að gera vel núna getur maður alveg eins hætt í fótbolta. Sviðið verður ekkert mikið stærra. Ég finn bara með áhuga og annað að það er rosalega auðvelt að hvetja sig áfram. Ég er tilbúinn til að gera allt til þess að gera eitthvað af viti hérna,“ segir Rúrik Gíslason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Arnór Ingvi: Fiðringurinn magnast með hverjum deginum Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. 14. júní 2018 09:30 Arnór Ingvi er með mömmu og pabba á handleggnum Arnór Ingvi Traustason skartar ansi voldugu húðflúri á vinstri handleggnum. Þar er meðal annars fjölskyldumynd af honum með foreldrum sínum. 14. júní 2018 13:15 Ari Freyr: Vill ljúka tíu ára eyðimerkurgöngu með skoti í Samúel 56 landsleikir en ekkert mark. 14. júní 2018 11:30 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00 Aron Einar sendir handboltastrákunum kveðju Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta fagnar enn einn janúarveislunni í handboltanum. 14. júní 2018 07:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Arnór Ingvi: Fiðringurinn magnast með hverjum deginum Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. 14. júní 2018 09:30
Arnór Ingvi er með mömmu og pabba á handleggnum Arnór Ingvi Traustason skartar ansi voldugu húðflúri á vinstri handleggnum. Þar er meðal annars fjölskyldumynd af honum með foreldrum sínum. 14. júní 2018 13:15
Ari Freyr: Vill ljúka tíu ára eyðimerkurgöngu með skoti í Samúel 56 landsleikir en ekkert mark. 14. júní 2018 11:30
Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00
HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00
Aron Einar sendir handboltastrákunum kveðju Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta fagnar enn einn janúarveislunni í handboltanum. 14. júní 2018 07:00