Arnór Ingvi: Fiðringurinn magnast með hverjum deginum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 14. júní 2018 09:30 Arnór Ingvi ætlar að nýta sínar mínútur vel á HM. vísir/vilhelm Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. „Mér líkar mjög vel hérna og maður er aðeins með aðra ímynd af Rússlandi en maður hafði áður. Við erum á frábærum stað og höfum það ótrúlega gott," segir Arnór Ingvi skælbrosandi. „Við erum með smá afdrep á hótelinu þar sem Hannes er að sýna okkru bíómyndir á kvöldin. Svo er hægt að spila pílu og margt annað. Það var svo gott að komast í hjólatúr í gær. Sjá bæinn og annað fólk." Strákarnir voru að taka sínu síðustu æfingu áður en flogið verður til Moskvu á eftir. Það er kominn fiðringur í menn. „Fiðringurinn er að magnast með hverjum deginum og sérstaklega í dag. Spennan er komin," segir Arnór Ingvi en hann sló eftirminnilega í gegn á EM fyrir tveimur árum síðan og væri meira en til í að endurtaka leikinn. „Ef ég fæ mínar mínútur þá mun ég gefa allt til þess að hafa áhrif á leikinn. Ég er að berjast fyrir sæti og mínútum og mun halda því áfram." Það þarf að vinna í mörgu á æfingasvæðinu þessa dagana enda verið að undrirbúa sig fyrir leik gegn Argentínu. „Við erum að fara vel yfir þá. Þeirra styrkleika og veikleika. Förum líka vel yfir okkar leik sem er mikilvægast. Við mætum bjartsýnir til leiks."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. „Mér líkar mjög vel hérna og maður er aðeins með aðra ímynd af Rússlandi en maður hafði áður. Við erum á frábærum stað og höfum það ótrúlega gott," segir Arnór Ingvi skælbrosandi. „Við erum með smá afdrep á hótelinu þar sem Hannes er að sýna okkru bíómyndir á kvöldin. Svo er hægt að spila pílu og margt annað. Það var svo gott að komast í hjólatúr í gær. Sjá bæinn og annað fólk." Strákarnir voru að taka sínu síðustu æfingu áður en flogið verður til Moskvu á eftir. Það er kominn fiðringur í menn. „Fiðringurinn er að magnast með hverjum deginum og sérstaklega í dag. Spennan er komin," segir Arnór Ingvi en hann sló eftirminnilega í gegn á EM fyrir tveimur árum síðan og væri meira en til í að endurtaka leikinn. „Ef ég fæ mínar mínútur þá mun ég gefa allt til þess að hafa áhrif á leikinn. Ég er að berjast fyrir sæti og mínútum og mun halda því áfram." Það þarf að vinna í mörgu á æfingasvæðinu þessa dagana enda verið að undrirbúa sig fyrir leik gegn Argentínu. „Við erum að fara vel yfir þá. Þeirra styrkleika og veikleika. Förum líka vel yfir okkar leik sem er mikilvægast. Við mætum bjartsýnir til leiks."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30
HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00