Fótbolti

Aron Einar sendir handboltastrákunum kveðju

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Aron Einar er mikill handboltaáhugamaður.
Aron Einar er mikill handboltaáhugamaður. vísri/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er mikill handboltaáhugamaður enda var hann frábær handboltamaður á yngri árum. Bróðir hans, Arnór Gunnarsson, er hægri hornamaður íslenska landsliðsins.

Handboltastrákarnir okkar komust í gær á HM enn eina ferðina þegar að liðið lagði Litháen, 34-31, en það dugði til sigurs í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári.

Aron Einar sendi þeim kveðju á Twitter og „taggaði“ eðlilega inn bróðir sinn Arnór: „Virkilega vel gert strákar og til hamingju. Janúar verður veisla enn og aftur,“ skrifaði fótboltafyrirliðinn.

Arnór fékk rautt spjald í leiknum í gær en það kom ekki að sök því Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson leysti hann af með stæl og skoraði fimm mörk.

Íslenska landsliðið í handbolta hefur nú tekið þátt í öllum heimsmeistaramótum nema einu frá árinu 2001. Því mistókst að komast á HM í Króatíu 2009.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×