Stephen Hawking jarðsettur við hlið Darwin og Newton í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. júní 2018 10:29 Hawking lést í mars, 76 ára að aldri eftir áratugabaráttu við hreyfitaugungahrörnun Vísir/Getty Minningarathöfn fyrir raunvísindamanninn Stephen Hawking verður haldin í Westminster Abbey í dag. Við athöfnina verður aska Hawking grafin á meðal annarra merkra vísindamanna eins og Charles Darwin og Isaac Newton. Hawking lést í mars, 76 ára að aldri eftir áratugabaráttu við hreyfitaugungahrörnun. Jarðarför hans fór fram í Cambridge í lok mars. Kóngafólk og nokkrir mikilvægustu einstaklingar í sögu Bretlands eru grafnir í Westminsterklaustrinu. Síðustu vísindamennirnir sem voru grafnir í Westminster voru þeir Ernest Rutherford, frumkvöðull í kjarneðlisfræði árið 1937 og Joseph John Thomson árið 1940. Thomson uppgötvaði rafeindir. Meðal þeirra sem munu halda erindi við athöfnina eru leikarinn Benedict Cumberbatch, sem lék Hawking í þáttum fyrir Breska ríkissjónvarpið, og geimfarinn Tim Peake. Stjörnufræðingurinn Martin Rees mun einnig halda erindi sem og samstarfsmaður Hawking og nóbelsverðlaunahafinn Kip Thorne. Tónskáldið Vangelis hefur samið tónverk við orð Hawking sem hin fræga tölvurödd hans flytur og verður verkinu varpað upp í geim, nánar tiltekið að næsta svartholi, eftir athöfnina. Þúsund manns frá meira en hundrað löndum hefur verið boðið að vera viðstaddir athöfnina Andlát Tengdar fréttir Margmenni við jarðarför Stephen Hawking Jarðarför hans fór fram í dag. 31. mars 2018 16:00 Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Minningarathöfn fyrir raunvísindamanninn Stephen Hawking verður haldin í Westminster Abbey í dag. Við athöfnina verður aska Hawking grafin á meðal annarra merkra vísindamanna eins og Charles Darwin og Isaac Newton. Hawking lést í mars, 76 ára að aldri eftir áratugabaráttu við hreyfitaugungahrörnun. Jarðarför hans fór fram í Cambridge í lok mars. Kóngafólk og nokkrir mikilvægustu einstaklingar í sögu Bretlands eru grafnir í Westminsterklaustrinu. Síðustu vísindamennirnir sem voru grafnir í Westminster voru þeir Ernest Rutherford, frumkvöðull í kjarneðlisfræði árið 1937 og Joseph John Thomson árið 1940. Thomson uppgötvaði rafeindir. Meðal þeirra sem munu halda erindi við athöfnina eru leikarinn Benedict Cumberbatch, sem lék Hawking í þáttum fyrir Breska ríkissjónvarpið, og geimfarinn Tim Peake. Stjörnufræðingurinn Martin Rees mun einnig halda erindi sem og samstarfsmaður Hawking og nóbelsverðlaunahafinn Kip Thorne. Tónskáldið Vangelis hefur samið tónverk við orð Hawking sem hin fræga tölvurödd hans flytur og verður verkinu varpað upp í geim, nánar tiltekið að næsta svartholi, eftir athöfnina. Þúsund manns frá meira en hundrað löndum hefur verið boðið að vera viðstaddir athöfnina
Andlát Tengdar fréttir Margmenni við jarðarför Stephen Hawking Jarðarför hans fór fram í dag. 31. mars 2018 16:00 Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58
Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09