Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason ætla að starfa áfram sem óháðir þingmenn. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. „Ég er búinn að senda forseta Alþingis bréf og tilkynna honum að frá og með þessum degi starfa ég sem þingmaður utan flokka. Forseti Alþingis er búinn að staðfesta móttöku bréfsins og ég veit að Karl Gauti hefur sent sams konar bréf. Við ætlum að hafa með okkur samstarf óháðir utan flokka,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Tvímenningarnir eru því ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins en þeir geta ekki stofnað með sér nýjan þingflokk þar sem ákvæði er í þingsköpum um að að minnsta kosti þrír þingmenn skuli skipa þingflokk. Ólafur var formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður en þegar Vísir náði tali af Ólafi rétt fyrir klukkan 10:30 kvaðst hann ekki vera á leið á þingflokksformannafund fyrir hönd Flokks fólksins þar sem hann væri orðinn óháður þingmaður. Fundur formanna þingflokka hófst klukkan 10:30. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti á fundinn.Hafa ekki fengið boð um að koma í annan flokk Þeir Ólafur og Karl Gauti voru á meðal sex þingmanna sem saman komu á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn en þar var meðal annars rætt um hæfni Ingu Sæland og sagði Karl Gauti hana ófæra um að stjórna. Samræður þingmannanna sex, sem viðhöfðu niðrandi tal um fleiri en Ingu Sæland, náðust á upptöku en hinir fjórir þingmennirnir koma allir úr Miðflokknum. Á einni upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, býður Ólafi að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurður hvort að einhver flokkur á þingi hafi boðið þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í sínar raðir eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins segir Ólafur svo ekki vera. „Nei, það hefur ekki verið gert og það er ekki neitt slíkt uppi. Ég held að okkur sé bara best að vera utan flokka óháðir og halda áfram að reka þau mál sem við höfum beitt okkur fyrir. Við erum með alveg sæg af málum sem við erum að vinna í, bæði sem hafa komið fram og eru ókomin fram,“ segir Ólafur. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. „Ég er búinn að senda forseta Alþingis bréf og tilkynna honum að frá og með þessum degi starfa ég sem þingmaður utan flokka. Forseti Alþingis er búinn að staðfesta móttöku bréfsins og ég veit að Karl Gauti hefur sent sams konar bréf. Við ætlum að hafa með okkur samstarf óháðir utan flokka,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Tvímenningarnir eru því ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins en þeir geta ekki stofnað með sér nýjan þingflokk þar sem ákvæði er í þingsköpum um að að minnsta kosti þrír þingmenn skuli skipa þingflokk. Ólafur var formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður en þegar Vísir náði tali af Ólafi rétt fyrir klukkan 10:30 kvaðst hann ekki vera á leið á þingflokksformannafund fyrir hönd Flokks fólksins þar sem hann væri orðinn óháður þingmaður. Fundur formanna þingflokka hófst klukkan 10:30. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti á fundinn.Hafa ekki fengið boð um að koma í annan flokk Þeir Ólafur og Karl Gauti voru á meðal sex þingmanna sem saman komu á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn en þar var meðal annars rætt um hæfni Ingu Sæland og sagði Karl Gauti hana ófæra um að stjórna. Samræður þingmannanna sex, sem viðhöfðu niðrandi tal um fleiri en Ingu Sæland, náðust á upptöku en hinir fjórir þingmennirnir koma allir úr Miðflokknum. Á einni upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, býður Ólafi að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurður hvort að einhver flokkur á þingi hafi boðið þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í sínar raðir eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins segir Ólafur svo ekki vera. „Nei, það hefur ekki verið gert og það er ekki neitt slíkt uppi. Ég held að okkur sé bara best að vera utan flokka óháðir og halda áfram að reka þau mál sem við höfum beitt okkur fyrir. Við erum með alveg sæg af málum sem við erum að vinna í, bæði sem hafa komið fram og eru ókomin fram,“ segir Ólafur.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39
Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00
Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00