Segir dóm Hæstaréttar óskiljanlegan og gríðarleg vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 20:40 Adolf Ingi Erlingsson er eins og gefur að skilja ósáttur við nýfallinn dóm Hæstaréttar. Vísir/Ernir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00
Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47