Segir dóm Hæstaréttar óskiljanlegan og gríðarleg vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 20:40 Adolf Ingi Erlingsson er eins og gefur að skilja ósáttur við nýfallinn dóm Hæstaréttar. Vísir/Ernir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00
Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47