Vilja að kjararáð verði lagt niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2018 10:32 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vísir/ernir Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. Í frumvarpinu er lagt til að lög um kjararáð verði felld brott, en þrátt fyrir gildistöku laganna skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald ráðsins halda kjaraákvörðunum þar til ný ákvörðun hefur verið tekin um laun þeirra og starfskjör. Í greinargerð með frumvarpinu eru helstur niðurstöður starfshóps um málefni kjararáðs sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipaði í janúar raktar. Starshópurinn átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá dómurum, kjörnum fulltrúum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja síðan fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs ef annað fyrirkomulag væri líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til framtíðar um ákvörðun launa fyrrnefndra aðila. Ein af tillögum starfshópsins var að „horfið verði frá því að úrskurða í kjararáði, eða hjá sambærilegum úrskurðaraðila, um laun þjóðkjörinna fulltrúa, æðstu embættismanna, ráðherra og annarra sem undir ráðið heyra,“ eins og segir í greinargerðinni. Þar kemur jafnframt fram að í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé nú „unnið að gerð frumvarps þar sem kveðið er á um að ákvörðun launa þeirra sem nú falla undir úrskurðarvald kjararáðs verði hagað með hliðsjón af þeim tillögum sem starfshópurinn um málefni kjararáðs lagði til í skýrslu sinni. Með því frumvarpi er stefnt að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem nú heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs, sbr. 1. gr. laga nr. 130/2016. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í haust eftir samráð við þá sem frumvarpið snertir fyrst og fremst. Skipunartími núverandi ráðsmanna kjararáðs rennur út 30. júní 2018. Í ljósi þess að nú er unnið að gerð frumvarps, þar sem stefnt er að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem nú heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs, þykir ekki rétt að nýtt kjararáð verði skipað og er því nauðsynlegt að fella úr gildi lög um kjararáð.“ Alþingi Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Segir embættismannaelítu hafa dansað trylltasta dansinn Formaður VR segir embættismannaelítuna hafa dansað trylltan dans í sjálftöku síðustu mánuði. Hann segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. 7. apríl 2018 12:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. Í frumvarpinu er lagt til að lög um kjararáð verði felld brott, en þrátt fyrir gildistöku laganna skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald ráðsins halda kjaraákvörðunum þar til ný ákvörðun hefur verið tekin um laun þeirra og starfskjör. Í greinargerð með frumvarpinu eru helstur niðurstöður starfshóps um málefni kjararáðs sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipaði í janúar raktar. Starshópurinn átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá dómurum, kjörnum fulltrúum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja síðan fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs ef annað fyrirkomulag væri líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til framtíðar um ákvörðun launa fyrrnefndra aðila. Ein af tillögum starfshópsins var að „horfið verði frá því að úrskurða í kjararáði, eða hjá sambærilegum úrskurðaraðila, um laun þjóðkjörinna fulltrúa, æðstu embættismanna, ráðherra og annarra sem undir ráðið heyra,“ eins og segir í greinargerðinni. Þar kemur jafnframt fram að í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé nú „unnið að gerð frumvarps þar sem kveðið er á um að ákvörðun launa þeirra sem nú falla undir úrskurðarvald kjararáðs verði hagað með hliðsjón af þeim tillögum sem starfshópurinn um málefni kjararáðs lagði til í skýrslu sinni. Með því frumvarpi er stefnt að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem nú heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs, sbr. 1. gr. laga nr. 130/2016. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í haust eftir samráð við þá sem frumvarpið snertir fyrst og fremst. Skipunartími núverandi ráðsmanna kjararáðs rennur út 30. júní 2018. Í ljósi þess að nú er unnið að gerð frumvarps, þar sem stefnt er að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem nú heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs, þykir ekki rétt að nýtt kjararáð verði skipað og er því nauðsynlegt að fella úr gildi lög um kjararáð.“
Alþingi Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Segir embættismannaelítu hafa dansað trylltasta dansinn Formaður VR segir embættismannaelítuna hafa dansað trylltan dans í sjálftöku síðustu mánuði. Hann segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. 7. apríl 2018 12:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20
Segir embættismannaelítu hafa dansað trylltasta dansinn Formaður VR segir embættismannaelítuna hafa dansað trylltan dans í sjálftöku síðustu mánuði. Hann segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. 7. apríl 2018 12:45