Erlent

Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Þessi forlátagripur verður væntanlega enn verðmætari ef ekkert verður af leiðtogafundinum
Þessi forlátagripur verður væntanlega enn verðmætari ef ekkert verður af leiðtogafundinum Twitter/Hvíta húsið
Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. Um er að ræða minnisgrip með andlitum Trumps og Kims, fánum beggja ríkja og áletrun á báðum tungumálum um friðarfundinn.

Margir fréttaskýrendur vestanhafs hafa áhyggjur af því að þetta sendi röng skilaboð og virki sem verðlaun fyrir Kim þrátt fyrir að fundurinn hafi ekki enn farið fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×