Erlent

Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi er ófáanlegur á Íslandi.
Þessi er ófáanlegur á Íslandi. Vísir/Getty
Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum.

Konurnar, sú yngsta þeirra 15 ára, segja að samstarfsmenn þeirra hafi þuklað á þeim, berað sig og klæmst við þær án þeirra samþykkis. Þær segja jafnframt að yfirmenn sínir hafi hunsað kvartanir þeirra og jafnvel gert grín að þeim þegar þær sögðu frá áreitninni.



Á vef breska ríkisútvarpsins segir að hluta hópsins hafi jafnframt verið sagt upp þegar hann greindi frá framferði samstarfsmanna sinna.

Forsvarsmenn McDonald's segja að fyrirtækið taki þessum kvörtunum mjög alvarlega og muni gera allt til að leiða málið til farsælla lykta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem McDonald's þarf að bregðast við máli af þessu tagi. Eftir að kvartanir bárust fyrirtækinu árið 2016 hét McDonald's því að endurskoða verkferla sína í kynferðisbrotamálum. Fyrirtækið hefur þó ekki viljað gefa upp hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað eftir endurskoðunina.

McDonald's rekur um 14 þúsund veitingastaði í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×