Fágæt dýr ganga kaupum og sölum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 08:36 Feldir eru vinsæl söluvara. Vísir/getty Dýr í útrýmingarhættu eru vinsæll söluvarningur í Evrópu. Rannsókn á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW leiddi í ljós að auðmenn í Evrópu víli ekki fyrir sér að versla með fágæt dýr á borð við lifandi hlébarða, orangútana og birni ásamt því að kaupa mikið af ísbjarnafeldum og fílabeini. Rannsakendur lágu yfir rúmlega 100 sölusíðum á netinu og fundu þar um 5000 auglýsingar fyrir dýr í útrýmingarhættu eða fágætar dýraafurðir á sex vikna tímabili. Söluandvirðið nam um 400 milljónum íslenskra króna. Vinsælasta söluvaran á tímabilinu voru hvers kyns skriðdýr, eins og fágætar skjaldbökur og krókódílar. Fuglar í útrýmingarhættu voru jafnframt mjög vinsælir. Til að mynda var hægt að kaupa um 500 uglur og 350 páfagauka á sölusíðunum. Þá var hægt að kaupa mikið af stórum spendýrum á rússnesku sölusíðunum. Þar mátti fá hlébarða, blettatígra og birni sem sagðir eru vera ákveðin stöðutákn sums staðar í heiminum. Þá var einnig hægt að kaupa órangútana, lemúra og gibbonapa. Sala á fílabeini virðist hafa minnkað mikið ef marka má fjölda auglýsinga. Hins vegar segja rannsakendurnir að eftirspurnin eftir fílabeini hafi aukist umtalsvert í Þýskalandi á síðustu árum. Þá eru hvers kyns húðir og feldir vinsælar vörur á bresku sölusíðunum. Sölusíðurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu, til að mynda í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. Dýraverndunarhópar hafa á síðustu árum starfað náið með stórum netfyrirtækjum á borð við eBay, Facebook og Google til að stemma stigu við sölu á dýrum í útrýmingarhættu á netinu. Ætlunin er að draga úr sölunni um 80% fyrir árið 2020. Dýr Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Dýr í útrýmingarhættu eru vinsæll söluvarningur í Evrópu. Rannsókn á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW leiddi í ljós að auðmenn í Evrópu víli ekki fyrir sér að versla með fágæt dýr á borð við lifandi hlébarða, orangútana og birni ásamt því að kaupa mikið af ísbjarnafeldum og fílabeini. Rannsakendur lágu yfir rúmlega 100 sölusíðum á netinu og fundu þar um 5000 auglýsingar fyrir dýr í útrýmingarhættu eða fágætar dýraafurðir á sex vikna tímabili. Söluandvirðið nam um 400 milljónum íslenskra króna. Vinsælasta söluvaran á tímabilinu voru hvers kyns skriðdýr, eins og fágætar skjaldbökur og krókódílar. Fuglar í útrýmingarhættu voru jafnframt mjög vinsælir. Til að mynda var hægt að kaupa um 500 uglur og 350 páfagauka á sölusíðunum. Þá var hægt að kaupa mikið af stórum spendýrum á rússnesku sölusíðunum. Þar mátti fá hlébarða, blettatígra og birni sem sagðir eru vera ákveðin stöðutákn sums staðar í heiminum. Þá var einnig hægt að kaupa órangútana, lemúra og gibbonapa. Sala á fílabeini virðist hafa minnkað mikið ef marka má fjölda auglýsinga. Hins vegar segja rannsakendurnir að eftirspurnin eftir fílabeini hafi aukist umtalsvert í Þýskalandi á síðustu árum. Þá eru hvers kyns húðir og feldir vinsælar vörur á bresku sölusíðunum. Sölusíðurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu, til að mynda í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. Dýraverndunarhópar hafa á síðustu árum starfað náið með stórum netfyrirtækjum á borð við eBay, Facebook og Google til að stemma stigu við sölu á dýrum í útrýmingarhættu á netinu. Ætlunin er að draga úr sölunni um 80% fyrir árið 2020.
Dýr Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira