Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:04 Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30
Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48
Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30