Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:11 Porosjenkó og Trump hittust í Hvíta húsinu 20. júní í fyrra. Úkraínsk stjórnvöld greiddu lögmanni Trump hundruð þúsunda dollara fyrir að koma fundinum í kring. Vísir/AFP Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59