Innlent

Harðfisksúpa valin besti þjóðlegi rétturinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Harðfisksúpa er sigurréttur hugmyndasamkeppninnar Þjóðlegir réttir á okkar veg, en úrslitin voru tilkynnt nú seinni partinn í Mathöll Granda af Elizu Reid forsetafrú og verndara kokkalandsliðsins. (LUM) Dómnefnd valdi fimm áhugaverðustu réttina úr hundrað og sjö innsendum uppskriftum en vinsælasti rétturinn var svo valinn í netkosningu og var markmiðið að velja þjóðlegan rétt sem yrði í boði á veitingastöðum við þjóðvegi um land allt.

Samkvæmt skilgreiningu keppninnar er þjóðlegur réttur sprottinn úr íslensku hráefni og má vera byggður á gömlum hefðum eða innblásinn af samtímanum.

Baldur Garðarsson, sem átti uppskriftina að áðurnefndri súpu, tók við verðlaunum í dag og sagðist hann hafa fengið hugmyndina þegar hann var að borða harðfisk. Hann hafi sett leifar sem yfirleitt fara í ruslið ofan í knorr-bollasúpu.

„Þetta var reyndar frekar vont fyrst og svo þurfti að bragðbæta þetta. En það hafðist,“ segir Baldur.

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband um keppnina og hvernig hún fór fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×