Leitað að þjóðlegum réttum Íslendinga Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 13:15 "Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist.“ Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa efnt til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Keppnin felur í sér að finna þjóðlega íslenska rétti sem byggja á íslensku hráefni og matarmenningu. Þó geta réttirnir verið innblásnir af samtímanum þar sem Íslendingar hafa nú aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og taki meira tillit til hollustu. „Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. „Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.“Keppnin mun standa yfir frá deginum í dag, 18. apríl, til 1. maí og mega allir taka þátt. Upplýsingar um hvernig tekið er þátt í keppninni má finna hér á vef Matarauðs.Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, segir að keppnin hafi orðið til úr þeirri löngun að spyrja Íslendinga hvað þeir teldu vera þjóðlegan rétt. „Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Einnig væri markmiðið að rifja upp matarminningar Íslendinga. Hún sagðist líka hafa heyrt kvartanir um að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval á mat hringinn í kringum landið og því hafi veitingahús um landið allt verið fengin í samstarf. Að keppninni lokinni mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram fimmtán valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm af þeim réttum munu svo standa upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í samstarfi við keppnina munu síðan velja einn af réttunum fimmtán á matseðil sinn í sumar. Dómnefnd skipar Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarhönnuður, Dominique Plédel Jónsson f.h. neytendasamtakanna og Slow Food. Svo fáum við einn spennandi leynigest í dómnefndina líka.Viðurkenning og verðlaun 1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa efnt til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Keppnin felur í sér að finna þjóðlega íslenska rétti sem byggja á íslensku hráefni og matarmenningu. Þó geta réttirnir verið innblásnir af samtímanum þar sem Íslendingar hafa nú aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og taki meira tillit til hollustu. „Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. „Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.“Keppnin mun standa yfir frá deginum í dag, 18. apríl, til 1. maí og mega allir taka þátt. Upplýsingar um hvernig tekið er þátt í keppninni má finna hér á vef Matarauðs.Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, segir að keppnin hafi orðið til úr þeirri löngun að spyrja Íslendinga hvað þeir teldu vera þjóðlegan rétt. „Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Einnig væri markmiðið að rifja upp matarminningar Íslendinga. Hún sagðist líka hafa heyrt kvartanir um að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval á mat hringinn í kringum landið og því hafi veitingahús um landið allt verið fengin í samstarf. Að keppninni lokinni mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram fimmtán valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm af þeim réttum munu svo standa upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í samstarfi við keppnina munu síðan velja einn af réttunum fimmtán á matseðil sinn í sumar. Dómnefnd skipar Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarhönnuður, Dominique Plédel Jónsson f.h. neytendasamtakanna og Slow Food. Svo fáum við einn spennandi leynigest í dómnefndina líka.Viðurkenning og verðlaun 1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira