Leitað að þjóðlegum réttum Íslendinga Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 13:15 "Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist.“ Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa efnt til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Keppnin felur í sér að finna þjóðlega íslenska rétti sem byggja á íslensku hráefni og matarmenningu. Þó geta réttirnir verið innblásnir af samtímanum þar sem Íslendingar hafa nú aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og taki meira tillit til hollustu. „Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. „Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.“Keppnin mun standa yfir frá deginum í dag, 18. apríl, til 1. maí og mega allir taka þátt. Upplýsingar um hvernig tekið er þátt í keppninni má finna hér á vef Matarauðs.Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, segir að keppnin hafi orðið til úr þeirri löngun að spyrja Íslendinga hvað þeir teldu vera þjóðlegan rétt. „Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Einnig væri markmiðið að rifja upp matarminningar Íslendinga. Hún sagðist líka hafa heyrt kvartanir um að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval á mat hringinn í kringum landið og því hafi veitingahús um landið allt verið fengin í samstarf. Að keppninni lokinni mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram fimmtán valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm af þeim réttum munu svo standa upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í samstarfi við keppnina munu síðan velja einn af réttunum fimmtán á matseðil sinn í sumar. Dómnefnd skipar Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarhönnuður, Dominique Plédel Jónsson f.h. neytendasamtakanna og Slow Food. Svo fáum við einn spennandi leynigest í dómnefndina líka.Viðurkenning og verðlaun 1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa efnt til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Keppnin felur í sér að finna þjóðlega íslenska rétti sem byggja á íslensku hráefni og matarmenningu. Þó geta réttirnir verið innblásnir af samtímanum þar sem Íslendingar hafa nú aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og taki meira tillit til hollustu. „Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. „Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.“Keppnin mun standa yfir frá deginum í dag, 18. apríl, til 1. maí og mega allir taka þátt. Upplýsingar um hvernig tekið er þátt í keppninni má finna hér á vef Matarauðs.Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, segir að keppnin hafi orðið til úr þeirri löngun að spyrja Íslendinga hvað þeir teldu vera þjóðlegan rétt. „Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Einnig væri markmiðið að rifja upp matarminningar Íslendinga. Hún sagðist líka hafa heyrt kvartanir um að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval á mat hringinn í kringum landið og því hafi veitingahús um landið allt verið fengin í samstarf. Að keppninni lokinni mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram fimmtán valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm af þeim réttum munu svo standa upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í samstarfi við keppnina munu síðan velja einn af réttunum fimmtán á matseðil sinn í sumar. Dómnefnd skipar Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarhönnuður, Dominique Plédel Jónsson f.h. neytendasamtakanna og Slow Food. Svo fáum við einn spennandi leynigest í dómnefndina líka.Viðurkenning og verðlaun 1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira