Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 17:23 Vini hjólreiðamannanna hafa kallað eftir réttlæti fyrir þeirra hönd. Vísir/EPA Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira