Erlent

Árásarmaðurinn í París var rúmlega tvítugur Tsjetsjeni

Þórdís Valsdóttir skrifar
Árásin var framin í Opéra hverfinu í miðborg Parísar.
Árásin var framin í Opéra hverfinu í miðborg Parísar. Vísir/AFP

Maðurinn sem myrti einn og særði fimm í miðborg Parísar í gær var fæddur árið 1997 í Tsjetsjeníu. Vitni að árásinni kveða að maðurinn hafi hrópað „Allahu Akbar“ sem þýðir Allah er mestur. BBC greinir frá.

Árásin átti sér stað á vinsælu veitingahúsasvæði í borginni og ódæðismaðurinn réðst að fólki með hníf. Maðurinn sem lést í árásinni var 29 ára gamall. Tveir hinna særðu eru alvarlega slasaðir en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Samtökin sem kenna sig við íslamska ríkið hafa lýst því yfir að einn af þeirra „hermönnum“ hafi framið árásina. Hinn rúmlega tvítugi Tjetjseni var skotinn til bana af lögreglu eftir árásina. Samkvæmt frönskum yfirvöldum var maðurinn ekki á sakaskrá og talið er að hann sé franskur ríkisborgari. Foreldrar mannsins eru í haldi lögreglu og verða yfirheyrð í dag.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tjáði sig um atburðinn á Twitter í gærkvöldi. Hann sagði að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar ástvinum þeirra og að „Frakkland hafi enn og aftur greitt með blóði, en muni ekki láta undan gagnvart andstæðingum frelsisins“. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.