ÍBV fékk Þór/KA í heimsókn í eina leik dagsins í Pepsi-deild kvenna en bæði lið voru með fullt hús stiga þegar kom að leiknum í dag, Þór/KA með sex stig en ÍBV þrjú þar sem þetta var aðeins annar leikur Eyjakvenna í ár.
Norðankonur náðu tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Ariönu Calderon og Söndru Maríu Jessen.
Þór/KA leiddi leikinn 0-2 allt þar til á 84.mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir minnkaði muninn fyrir ÍBV. Nær komust heimakonur hins vegar ekki og 1-2 sigur Íslandsmeistaranna staðreynd.
Þór/KA trónir því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en ÍBV er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Meistararnir unnu nauman sigur í Eyjum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum
Íslenski boltinn

Guðmundur í grænt
Íslenski boltinn

Calvert-Lewin á leið til Leeds
Enski boltinn

Willum lagði upp sigurmark Birmingham
Enski boltinn




