Erlent

Önnur fjölskylda gerir árás í Indónesíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst tíu særðust í árásinni í morgun.
Minnst tíu særðust í árásinni í morgun. Vísir/AFP
Meðlimir fimm manna fjölskyldu, þar á meðal barn, gerðu sjálfsmorðsárásir á lögreglustöð í Surabaya í Indónesíu í morgun. Einungis einum degi eftir að meðlimir annarrar fjölskyldu gerðu sambærilegar árásir á kirkjur í borginni. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásunum í gær þar sem átján manns, að árásarmönnunum meðtöldum, létu lífið.

Minnst tíu særðust í árásinni í morgun.

Faðir fyrri fjölskyldunnar er sagður vera einn af leiðtogum Jamaah Ansharut Daulah, eða JAD, sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Fjölskyldan sem gerði árásina í morgun hefur einnig verið tengd við JAD.

Sjá einnig: Sex manna fjölskylda talin bera ábyrgð á árásum í Indónesíu

„Þetta voru fimm manns á tveimur mótorhjólum. Einn af þeim var lítið barn. Þetta er ein fjölskylda," sagði Tito Karnavian, yfirmaður lögreglunnar í Indónesíu, við AFP fréttaveituna.

Átta ára stúlka úr fjölskyldunni lifði sprengingarnar af en móðir hennar, faðir og tveir bræður dóu.

Indónesía hefur lengi glímt við herskáa íslamista. Árið 2002 var gerð stærsta hryðjuverkaárásin í landinu þegar rúmlega 200 manns, að mestu erlendir ferðamenn, létu dóu í sprengjuárás í Balí. Asíuleikarnir verða haldnir í landinu eftir um þrjá mánuði og hafa vaknað áhyggjur um öryggisástand landsins og umsvif Íslamska ríkisins þar.

Fjölmargir Indónesar ferðuðust til Sýrlands og gengu til liðs við ISIS. Yfirvöld óttast nú í margir þeirra snúi aftur, í kjölfar þess að ISIS hefur misst nánast allt sitt yfirráðasvæði í Sýrlandi og Írak, og reyni jafnvel að stofna nýtt kalífadæmi í suðaustur-Asíu.


Tengdar fréttir

Ellefu látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Indónesíu

Ellefu eru látnir og 41 særðir eftir sprengjuárásir í borginni Surabaya í Indónesíu. Grunur leikur á að þrír árásarmenn hafi sprengt sig í loft upp í þremur kirkjum í borginni í morgun.

Fleiri sprengingar í Indónesíu

Tveir mótorhjólamenn sprengdu sig í loft upp við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Surabaya í Indónesíu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×