Lengsta þingræðan tvítug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2018 06:00 Salur þingsins var nær tómur allan þann tíma sem ræða Jóhönnu stóð yfir. Sérstöku borði var komið fyrir við hlið ræðupúltsins til að gera flutningsmanni ræðunnar dvölina sem besta. Tvisvar var gert hlé á ræðunni á meðan hún var flutt. Vísir/pjetur Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira