Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:24 Haley sagði tvískinnung ríkja innan Sameinuðu þjóðanna gagnvart ofbeldi fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33