Innlent

Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, í forsætisráðuneytinu í dag um stöðu undirbúnings við Borgarlínuverkefnið. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Þá ræddu þau mikilvægi þess að góð samstaða tækist um framhaldið þannig að hefja megi formlegar viðræður ríkisins og Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fjármögnun Borgarlínu og annarra framkvæmda á næstu árum. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.