„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 09:03 Frá vettvangi morðsins í Villahermosa í gær. vísir/epa Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51
Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26
Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39