Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 16:39 Félagi í glæpagengi í Gvatemala tekinn höndum. Morðóð gengi hafa vaðið upp í mörgum ríkjum í Rómönsku Ameríku undanfarin ár. Vísir/AFP Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017. Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017.
Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira