Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 23:45 Najib Razak tapaði óvænt í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Vísir/Getty Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40