Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 07:29 Þúsundir Svía mótmæltu á götum úti eftir að upp komst um hneykslið í Nóbelsnefndinni. Vísir/Epa Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður. Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður.
Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02