Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 20:00 Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira