Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 20:00 Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov. Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov.
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira