Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 20:00 Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira