Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 20:00 Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. Þá telji hann mjög líklegt að Vladimir Putin hafi að minnsta kosti vitað af morðtilræðinu við Skripal feðginin í Bretlandi. Nikolaj Petrov þekkir vel til innsta valdakjarna í Rússlandi. Hann var einn af ráðgjöfum Borisar Jeltsin sem leiddi umskiptin eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og varð fyrsti lýðræðislega kosni forseti Rússlands. Petrov var staddur hér á landi í boði Háskóla Íslands til að flytja fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi í dag, en Vladimir Putin var endurkjörin forseti í mars. Petrov segir Putin sannfærðan um að Vesturlönd vinni gegn honum og vilji ekki sjá sterkt Rússland. Putin sé útlærður í undirróðri frá 16 ára ferli sínum í sovésku leyniþjónustunni KGB og eigi bágt með að þola andstöðu. Því sé mjög líklegt að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir morðtilræðinu á feðginunum Sergei og Júlíu Skripal í Bretlandi.Nikolaj Petrov.Vísir„Án óyggjandi sannana getum við aðeins getið okkur til um málavexti. Ég er viss um að við fáum aldrei óyggjandi sannanir í málinu því í svona málum leggur enginn fram skrifleg fyrirmæli. Því getur enginn sannað að Putin eða annar hafi verið með í ráðum. Að mínu áliti er rökréttasta skýringin sú að leyniþjónustan hafi framið verknaðinn. Ef svo er ætti Putin að minnsta kosti að hafa vitað um málið,” segir Petrov. Hann segir þetta kjörtímabil geta reynst Putin erfitt. Lífskjör fari versnandi í landinu og þar sem ekki megi gagnrýna stjórnvöld forðist þau allar nauðsynlegar ákvarðanir. Nú ættu stjórnvöld að grípa til fjölda óvinsælla aðgerða en þau hafi ekki þorað því frá því ákveðnar aðgerðir árið 2005 hafi brugðist, hvorki til frjálsræðis né meira forræðis. „Það mun koma í ljós að pólitíska stjórnkerfið virkar ekki vel og að Rússland muni ganga í gegnum fjölmörg smærri erfiðleikatímabil. Nái stjórnvöld fram gagnverkandi pólitískum umbótum er það frábært. Ef ekki, leiðir það til hruns og lífskjaraskerðingar,” segir Nikolaij Petrov.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira